top of page

Um okkur

Hvernig

Við höfum unnið með tungumál og texta á einn eða annan hátt í leik og starfi síðastliðin 30 ár. 
Haustið 2022 var kominn sá tímapunktur að við ákváðum að gera þetta meira að starfi en leik og búa til  umgjörð utan um ástríðuna og stofna lítið fyrirtæki sem vinnur með texta í sinni fjölbreyttustu mynd. Afraksturinn er rýna.

Ragnhildur Thorlacius er fædd á Íslandi en uppalin að hluta til í Þýskalandi. Eftir stúdentspróf hefur hún flakkað víða þar til hún settist að í Vesturbænum árið 2002. Ragnhildur er með BA próf í ensku og er að ljúka prófi í þýðingarfræði við Háskóla Íslands. Ragnhildur hefur að mestu starfað innan ferðageirans og hefur unnið að þýðingum á því sviði og haft umsjón með textavinnu við störf sín. Einnig hefur hún þýtt tímaritsgreinar og sjónvarpsefni í lausamennsku. Ragnhildur hefur töluverða reynslu af vefumsjón. Í störfum sínum hefur hún unnið með hin ýmsu vefumsjónarkerfi og m.a. haft umsjón með val og uppsetningu á vefsíðum fyrir þau fyrirtæki sem hún hefur unnið hjá. Ragnhildur lauk MBA námi frá Háskóla Íslands árið 2018. 

Katrín Hauksdóttir er fædd á Íslandi en er uppalin í Afríku, Íslandi og Bandaríkjunum. Hún hefur búið víða, en að lokum settist aftur að á Íslandi og býr nú á Kársnesinu í Kópavogi. Á unglingsárum flutti Katrín til Boston í Bandaríkjunum með foreldrum og systkinum. Hún náði fljótt tökum á enskunni, gekk vel í skóla þar ytra, bæði í rit og máli, og fannst ekkert skemmtilegra en að lesa góðar bækur og skrifa um skemmtilegt efni. Katrín útskrifaðist með BA gráðu í auglýsinga-og markaðsfræði úr Emerson háskóla í Boston árið 1997 og MA gráðu í alþjóðasamskiptum frá HÍ árið 2010.
Í störfum sínum hefur hún unnið við ýmis þýðingarverkefni, lagfæringar á textum, textasmíði og prófarkalestur og nær þekking hennar því yfir vítt efnissvið.

bottom of page